Leigureglur

Leigureglur

  1. Leigutaki skal eigi vera yngri en 25 ára og þarf sjálfur að vera gestur í íbúðinni meðan á leigu stendur, nema um annað sé sérstaklega samið. Sé ekki staðið við þennan þátt áskiljum við okkur rétt til að víkja dvalargestum tafarlaust úr íbúðinni.
  2. Til staðfestingar bókun skal greiða staðfestingargjald (25% af leiguverði) en eftirstöðvar leigu skulu greiddar að fullu a.m.k. 14 dögum fyrir komudag.  Staðfestingargreiðslan skal hafa borist innan 12 tíma frá bókun, ellegar er litið svo á að fallið hafi verið verið frá bókun. Staðfestingargjald endurgreiðist ef afbókun berst a.m.k. 4 vikum fyrir upphafsdag leigu.
  3. Reykingar eru ekki leyfðar innandyra. Ef reykt er utanhúss skal taka með sér ílát undir stubba og ösku og gæta þess að ganga vel um umhverfið.
  4. Gæludýr eru ekki leyfð í íbúðinni.
  5. Íbúðin er ætluð 7 fullorðnum í mesta lagi. Vinsamlega virðið þann fjölda ellegar áskiljum við okkur rétt til að víkja dvalargestum tafarlaust úr íbúðinni.
  6. Rýma skal íbúðina eigi síðar en kl. 12 á hádegi á brottfarardegi en komutími er eftir kl. 17 á upphafsdegi dvalar.
  7. Dvalargestir eru beðnir um að sýna nágrönnum ítrustu tillitsemi. Svefnró skal vera í húsinu frá kl. 23 til kl. 08.
  8. Leigutaki ber fulla ábyrgð á umgengni og öllu innbúi meðan á dvöl stendur og er skuldbundinn til að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum. Leigutaki skal láta vita ef eitthvað bilar eða brotnar.
  9. Leigutaka ber að kynna sér umgengisreglur í upplýsingamöppu í íbúð. Ganga skal vel um hús og umhverfi þess, skilja vel við íbúðina og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað við brottför.
Leigureglur