Íbúðirnar okkar á Akureyri
Vertu eins og heima hjá þér
Þægilegar og rúmgóðar íbúðir með þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Uppábúin rúm fyrir 7 fullorðna. Stórt alrými, stofa, borðstofa og eldhús. Öll helstu tæki og þægindi. Frítt þráðlaust net. Íbúðirnar hafa annað hvort stórar svalir eða verönd.
Svefnherbergi 1: Tvöfalt rúm (2x90 cm)
Svefnherbergi 2: Tvíbreitt (140 cm) rúm með einbreiðri koju (90 cm) fyrir ofan
Svefnherbergi 3: Tvö einbreið rúm (90 cm)
Útbúnaður:
- Sængurfatnaður og handklæði
- Bílastæði
- Sturta
- Fullbúið eldhús, vel útbúið af borðbúnaði og eldhúsáhöldum
- Uppþvottavél
- Örbylgjuofn
- Kaffivél
- Hraðsuðuketill
- Brauðrist
- Vöfflujárn
- Handþeytari
- Þráðlaus internettenging
- Flatskjár og dvd-spilari
- Útvarp með cd-spilara
- Þvottavél og þurrkari
- Gasgrill (aðeins að sumarlagi)
- Barnaferðarúm og sængurfatnaður
- Barnastóll
- Wc pappír, sápa, uppþvottalögur, þvottaefni fyrir uppþvottavél og þvottavél