Umsögn

Íbúðirnar eru staðsettar við Hamratún, rétt við golfvöll Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri, u.þ.b. 5 mín. akstur frá miðbænum, eða um 25-30 mín. göngu. Strætisvagn stoppar í næsta nágrenni og er frítt í innanbæjarvagna.

Góð leiksvæði, sparkvöllur og körfuboltavöllur eru við grunnskóla hverfisins sem er í næsta nágrenni.

Íbúðirnar eru vel staðsettar upp á að njóta útivistar, því fyrir utan nálægðina við golfvöllinn, er aðkoma að gönguleið inn að Naustaborgum og útivistarsvæðinu í Kjarnaskógi frá nálægri götu, Ljómatúni.

Staðsetningin býður það að vera á jaðri bæjarins með útsýni til foldar og fjalla, en þó í bænum með allri þeirri þjónustu sem þar er í boði.

Staðsetning